
Eftir að þú hefur keypt HD Hillshade fyrir Garmin mælum við með að þú niðurhalir því niður í tölvuna þína. Eftir að þú hefur afþjappað ZIP skrána muntu hafa eina möppu sem heitir "GPSmap.is Hillshade fyrir Garmin v1" með einni skrá inni sem heitir "gpsmapis-dem.img". Skráin er 126 MB að stærð.
Tengdu Garmin tækið við tölvuna þína með USB snúru. Garmin tækið ætti þá að vera sýnilegt í Windows File Explorer sem nýtt drif.

ATHUGIÐ: Ef tækið sést ekki eftir 30 sekúndur eða svo gætirðu þurft að breyta MTP stillingunni. Sjáðu hér.
Til að setja upp IMG kortið skaltu leita að möppu í tækinu sem heitir "Maps". Þú ættir nú þegar að hafa Garmin kortið okkar uppsett í þeirri möppu. Afritaðu "gpsmapis-dem.img" skrána í þá möppu. Taktu síðan úr sambandi og endurræstu Garmin tækið þitt.
Eftir að tækið þitt er komið upp skaltu fara í Settings > Map & Vehicle > myMaps og þú ættir að sjá þessa sýn hér:

Hakaðu við "GPSmap.is DEM v1" færsluna á listanum. Þá er það komið, nú geturðu notið kortsins þíns með HD Hillshade.