
Suðurland
Á Suðurlandi geta bæði ungir og aldnir fundið eitthvað við sitt hæfi til dægrastyttingar og skemmtunar. Hestatengd ferðaþjónusta er óvíða meiri á landinu. Hér fylgir sagan gestum okkar við hvert fótmál, hér var alþingi Íslandinga á Þingvöllum, hér er sögusvið Njálu, hér sátu biskupar landsins í Skálholti. Á Suðurlandi má finna merk söfn, sögusetur, gallerí, handverkshús og fyrir þá sem vilja njóta dagsins utan dyra er hér góð stangaveiði í ám og vötnum, góðir golfvellir og sundlaugar, fallegar gönguleiðir fyrir þá sem vilja virkilega njóta útiverunnar.
Helstu þéttbýli: | Annað sem er á kortinu: |
|
|